Daníel Bjarnason og Hugi Guðmundsson tilnefndir til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs 2018

31. maí 2018 | Fréttir og tilkynningar

Tilnefningar

Í dag var tilkynnt um tilnefningar til Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs árið 2018

og hefur dómnefndin tilnefnt 13 verk.  Hin tilnefndu verk voru tilkynnt á Tónlistar- og leiklistarhátíðinni 

Festspillene i Bergen í dag. Daníel Bjarnason tónskáld hlaut tilnefningu fyrir óperu sína Brothers og Hugi 

Guðmundsson tónskáld hlaut einnig tilnefningu fyrir óperuna Hamlet in Absentia. Það er sérlega ánægjulegt að 

tvö íslensk tónskáld séu tilnefnd og bæði fyrir sínar fyrstu óperur.

Hér má sjá lista með tilnefningum eftir löndum:

Danmörk
Jacob Anderskov 
Thomas Agerfeldt Olesen

Finnland
Mikko Joensuu 
Outi Tarkiainen

Færeyjar
Hamferð

Grænland
Georg Olsen 

Ísland
Daníel Bjarnason 
Hugi Guðmundsson

Noregur
Nils Henrik Asheim
Synne Skouen

Svíþjóð
Magnus Lindgren
Tebogo Monnakgotla

Áland
Lars Karlsson

Nafn handhafa Tónlistarverðlauna Norðurlandaráðs verður tilkynnt í Norsku óperunni þann 30. október 2018 þegar Norðurlandaráð þingar í Ósló. Tekur hann á móti verðlaununum sem nema 350 þúsund dönskum krónum.