Brothers tilnefnd til hinna virtu Reumert verðlauna í Danmörku

30. apríl 2018 | Fréttir og tilkynningar

Brothers

Óperan Brothers hefur verið tilnefnd til hinna virtu dönsku Reumert verðlauna 2018 í flokknum Ópera ársins.

Hinar tilnefndu óperur eru:

• 'Valkyrien' – Den Ny Opera 
• 'Brothers' – Den Jyske Opera
• 'Silent Zone' – CPH Opera Festival

Tilkynnt verður um sigurvegarann í flokknum þann 9.júní - sama dag og Íslenska óperan setur sýninguna á svið í Eldborg ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátið í Reykjavík !