Brothers slær í gegn á Armel hátíðinni í Budapest

3. júlí 2019 | Fréttir og tilkynningar

Brothers í Búdapest

Íslenska óperan sýndi óperuna Brothers eftir Daníel Bjarnason sem opnunaratriði Armel óperuhátíðarinnar í Búdapest í gærkvöldi. Sýningin var í hinu þekkta Mupa leikhúsi í borginni og var hvert sæti setið í salnum og mikil eftirvænting ríkti meðal áhorfenda.

Viðtökur létu ekki á sér standa og var listafólkinu afar vel tekið.

Til hamingju allir sem tóku þátt í þessu ógleymanlega ævintýri og upplifun.

Sýningunni var streymt beint á ARTE sjónvarpstöðinni og er hægt að horfa á hana hér:  Frétt um uppfærsluna á RÚV og upptaka frá ARTE sjónvarpsstöðinni. 

https://www.ruv.is/frett/brothers-i-budapest