Brothers og European Year of Cultural Heritage 2018

26. janúar 2018 | Fréttir og tilkynningar

European Heritage 2018

Uppfærsla Íslensku óperunnar á óperunni Brothers eftir Daníel Bjarnason var meðal valinna viðburða sem verða hápunktar European Year of Cultural Heritage 2018 hjá Opera Europe og verður af því tilefni kynnt alþjóðlega á þeirra vegum.

 Hér er hægt að sjá þá viðburði sem valdir voru af þessu tilefni á vegum Opera Europe:

www.onstage2018.eu

 Þetta er mikill heiður fyrir Íslensku óperuna og tónskáldið Daníel Bjarnason. Uppfærslan verður á vegum Íslensku óperunnar í Eldborg í Hörpu þann 9.júní 2018 á Listahátíð í Reykjavík í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands.