Brothers hlaut hin virtu dönsku Reumert verðlaun

10. júní 2018 | Fréttir og tilkynningar

Reumert verðlaun 2018

Það var sérlega ánægjulegt að óperan Brothers eftir Daníel Bjarnason skyldi hljóta hin virtu dönsku Reumert sviðslistaverðlaun að kvöld 9.júní en það sama kvöld var uppfærslan sýnd hér hjá Íslensku óperunni fyrir sneisafullum Eldborgarsal. Var það tónskáldið sjálft sem stjórnaði uppfærslunni sem var í leikstjórn Kaspers Holtens.

Við óskum öllum sem að uppfærslunni komu innilega til hamingju!