Breytt hlutverkaskipan í La traviata

29. mars 2019 | Fréttir og tilkynningar

Jonathan

Bandaríski tenórsöngvarinn Jonathan Boyd mun fara með hlutverk Alfredo í La traviata dagana 30. mars, 6. apríl og 14. apríl í Eldborg.

Jonathan hefur fengið afbragðsdóma fyrir túlkun sína á ýmsum hlutverkum þar á meðal Alfredo og Romeo í Frakklandi, Werther við Skosku óperuna, Tamino á Möltu, Don Ottavio í Liége og Lensky í Metz og Reims. Hann kemur einnig reglulega fram á tónleikasviðinu og hefur sungið tenórhlutverkið í 9. Sinfóníu Beethovens með Berlínarfílharmóníunni, í Rouen og með Ensemble Modern svo að fátt eitt sé nefnt. Jonathan hefur einnig komið fram á tónleikum í Kennedy Center og er mjög eftirsóttur flytjandi nýrrar tónlistar. 

Vegna forfalla mun Garðar Thór Cortes ekki koma fram í uppfærslunni.