Brúðkaup Fígarós - hlutverkaskipan og forsala

Brúðkaup Fígarós

Íslenska óperan snýr aftur á fjalir Þjóðleikhússins með hina óborganlegu gamanóperu Brúðkaup Fígarós eftir meistara Mozart. Óperan fjallar um ást, hjónaband og stéttaskiptingu.

Í nýrri sprelllifandi bar-rokk farsauppfærslu fullri af fáránleika stéttaskiptingar og forréttinda hefur átjánda öldin aldrei verið jafn litrík, lifandi og skemmtileg.

Ætlar ÞÚ að vera viðstaddur Brúðkaup ársins?

HÉR er hægt að tryggja sér miða í forsölu á betra verði til 1.apríl

LISTRÆNT TEYMI

Hljómsveitarstjóri - Bjarni Frímann Bjarnason

Leikstjóri - John Ramster

Leikmynd og búningar - Bridget Kumak

HLUTVERKASKIPAN

Greifinn - Andrei Zhilikhovsky/ Oddur A. Jónsson

Greifynjan - Eyrún Unnarsdóttir

Súsanna - Þóra Einarsdóttir

Figaró - Andri Björn Róbertsson

Cherubino - Karin Björg Torbjörnsdóttir

Marcellina - Hanna Dóra Sturludóttir

Bartólo - Davíð Ólafsson

Basilio/Don Curzio - Sveinn Dúa / Eyjólfur Eyjólfsson

Barbarina - Harpa Ósk Björnsdóttir

Antonio - Valdimar Himarsson

Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar

Brúðkaup Fígarós poster
3. júní 2020

Listakonur úr Brúðkaupi Fígarós með fjórar Grímutilnefningar

Tilnefningar til Grímunnar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í dag og er sérlega ánægjulegt að fjórir listamenn úr uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í haust hafi fengið tilnefningu.Þær Þóra …
Brothers
2. júní 2020

Brothers á OperaVision til 12. júní 2020

Óperan Brothers er aðgengileg hjá OperaVision til 12. júní 2020.Við hvetjum alla þá sem ekki sáu uppfærsluna hér heima að nýta sér tækifærið og upplifa þessa mögnuðu óperu Daníels Bjarnasonar …