Aukasýning La traviata 7. nóvember komin í sölu

La traviata 2021 - Án ramma

Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið bætt við aukasýningu á uppfærslu Íslensku óperunnar á hinni vinsælu óperu La traviata eftir Verdi sem sýnd var fyrir fullu húsi árið 2019 í Eldborg og fékk frábæra dóma bæði innanlands og hjá erlendum gagnrýnendum.

Íslenska óperan mun einnig sýna óperuna þann 13. nóvember Hofi í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Menningarfélag Akureyrar og mun þetta verða í fyrsta sinn sem þessar stofnanir starfa saman en þetta verður fyrsta óperusýningin í fullri stærð sem sýnd er í tónlistarhúsi Hofi á Akureyri.

Óperan sem fjallar um lífsgleðina, frelsið og forboðna ást er í þremur þáttum og var frumflutt í Feneyjum 6. mars árið 1853. Leiktextinn eftir Francesco Maria Piave er byggður á leikgerð skáldsögunnar Kamelíufrúin eftir Alexandre Dumas. Óperan hét upphaflega Violetta eftir aðalpersónunni og þykir ein sú allra fallegasta sem samin hefur verið. Hún er ástarsaga fylgdarkonu frá París og ungs manns utan af landi en þau eiga í forboðnu ástarsambandi sem úr verður mikill harmleikur.

Kaupa miða

wagner
14. janúar 2022

Valkyrjunni eftir Wagner aflýst

Vegna heimsfaraldursins og afleiðingum hans hefur fyrirhugaðri uppfærslu á Valkyrjunni eftir Wagner verið aflýst. Uppfærslan var fyrirhuguð í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands á Listahátíð í Reykjavík og átti að fara …
La traviata
30. apríl 2021

Sögulegt samstarf: La Traviata sýnd aftur í nóvember

Íslenska óperan mun endursýna óperuna La traviata í nóvember 2021 í Hörpu og Hofi í samstarfi við Menningarfélag Akureyrar og mun þetta verða í fyrsta sinn sem þessar stofnanir starfa …