Aría dagsins og eldri uppfærslur sýndar á www.opera.is

24. mars 2020 | Fréttir og tilkynningar

Dísella

Íslenska óperan í samstarfi við mbl.is vill stytta landsmönnum stundir og gleðja á erfiðum tímum með því að færa ykkur aríu dagsins í flutningi íslenskra söngvara við píanóleik Bjarna Frímanns. 

Það er Dísella Lárusdóttir sópransöngkona sem flytur fyrstu aríu dagsins við píanóleik Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Arían verður birt á mbl.is í dag, þriðjudaginn 24. mars 2020.

Íslenska óperan mun líka frá og með deginum í dag opna gullkistu sína og deila völdum eldri uppfærslum með landsmönnum í gegnum heimasíðuna. Fyrsta uppfærslan sem verður aðgengileg er óperan Pagliacci sem sett var upp árið 1990 í Gamla bíói og var  upptakan gerða þann 23. febrúar 1990.

Hljómsveitarstjóri: David Angus

Leikstjóri: Basil Coleman

Leikmynd: Nicolai Dragan

Búningar: Alexander Vassiliev

Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason

Hlutverkaskipan

Canio: Garðar Cortes

Nedda: Ólöf Kolbrún Harðardóttir

Tonio: Keith Reed

Silvio: Simon Keenlyside

Harlequin: Sigurður Björnsson

Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar

Konsertmeistari: Zbigniew Dubik