Aría dagsins og eldri uppfærslur á opera.is

Dísella

Íslenska óperan í samstarfi við mbl.is vill stytta landsmönnum stundir og gleðja á erfiðum tímum með því að færa ykkur aríu dagsins í flutningi íslenskra söngvara við píanóleik Bjarna Frímanns. 

Það er Dísella Lárusdóttir sópransöngkona sem flytur fyrstu aríu dagsins við píanóleik Bjarna Frímanns Bjarnasonar. Arían verður birt á mbl.is í dag, þriðjudaginn 24. mars 2020.

Íslenska óperan mun líka frá og með deginum í dag opna gullkistu sína og deila völdum eldri uppfærslum með landsmönnum í gegnum heimasíðuna. Fyrsta uppfærslan sem verður aðgengileg er óperan Pagliacci sem sett var upp árið 1990 í Gamla bíói og var  upptakan gerða þann 23. febrúar 1990.

Hljómsveitarstjóri: David Angus

Leikstjóri: Basil Coleman

Leikmynd: Nicolai Dragan

Búningar: Alexander Vassiliev

Lýsing: Jóhann Bjarni Pálmason

Hlutverkaskipan

Canio: Garðar Cortes

Nedda: Ólöf Kolbrún Harðardóttir

Tonio: Keith Reed

Silvio: Simon Keenlyside

Harlequin: Sigurður Björnsson

Kór og hljómsveit Íslensku óperunnar

Konsertmeistari: Zbigniew Dubik

Brúðkaup Fígarós poster
3. júní 2020

Listakonur úr Brúðkaupi Fígarós með fjórar Grímutilnefningar

Tilnefningar til Grímunnar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í dag og er sérlega ánægjulegt að fjórir listamenn úr uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í haust hafi fengið tilnefningu.Þær Þóra …
Brothers
2. júní 2020

Brothers á OperaVision til 12. júní 2020

Óperan Brothers er aðgengileg hjá OperaVision til 12. júní 2020.Við hvetjum alla þá sem ekki sáu uppfærsluna hér heima að nýta sér tækifærið og upplifa þessa mögnuðu óperu Daníels Bjarnasonar …