Óperan Brothers aðgengileg á vef RÚV til 31.janúar 2019

11. janúar 2019 | Fréttir og tilkynningar

Brothers mynd

Á nýársdag sýndi RÚV upptöku frá uppfærslu Íslensku óperunnar á Brothers eftir Daníel Bjarnason sem sýnd var á Listahátíð í sumar í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands og Den Jyske Opera.

Óperan hlaut afbragðsviðtökur og dóma, bæði í Danmörku þar sem verkið var frumflutt sem og hérlendis. Daníel Bjarnason hlaut hin virtu Reumert verðlaun fyrir Brothers auk þess sem óperan var valin tónverk ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum. 

Upptökuna má nálgast með því að smella hér: Upptaka RÚV á Brothers eftir Daníel Bjarnason