Íslenska óperan sýnir Brúðkaup Fígarós í Þjóðleikhúsinu

Brúðkaup Fígarós

Þann 7. september 2019 frumsýnir Íslenska óperan hina óborganlegu gamanóperu Brúðkaup Fígarós eftir Mozart á stóra sviði Þjóðleikhússins. Mikil eftirvænting ríkir í herbúðum Íslensku óperunnar og Þjóðleikhússins enda um stórviðburð að ræða sem beðið hefur verið eftir. Þess má geta að fyrsta óperuuppfærslan sem sett var upp í Þjóðleikhúsinu var einmitt gestasýning frá Stokkhólmsóperunni á Brúðkaupi Fígarós - frumsýnd í júní 1950 og var margoft sýnd fyrir fullu húsi.

„ Það var ógleymanleg upplifun þegar ég sá mína fyrstu óperusýningu í Þjóðleikhúsinu. Ég held að það verði mörgum fagnaðarefni að sjá þessa uppfærslu þar og mikilvægt skref fyrir Íslensku óperuna að eiga þess kost að setja upp ólík verk þar sem þau njóta sín best.“ -Steinunn Birna óperustjóri.

„Ég fagna innilega samstarfinu við Íslensku óperuna og það er verulega ánægjulegt að fá óperusýningu aftur inn í Þjóðleikhúsið og heyra aftur óperusöng í húsinu.“ -Ari Matthíasson Þjóðleikhússstjóri

Það er hinn virti óperuleikstjóri John Ramster sem leikstýrir uppfærslunni en leikmynd og búninga  hannar Bridget Kimak. Hljómsveitarstjórn er í höndum Bjarna Frímanns Bjarnasonar


Hlutverkaskipan verður kynnt mjög fljótlega þegar miðasala hefst.

Brúðkaup Fígarós poster
3. júní 2020

Listakonur úr Brúðkaupi Fígarós með fjórar Grímutilnefningar

Tilnefningar til Grímunnar voru tilkynntar við hátíðlega athöfn í dag og er sérlega ánægjulegt að fjórir listamenn úr uppfærslu Íslensku óperunnar á Brúðkaupi Fígarós í haust hafi fengið tilnefningu.Þær Þóra …
Brothers
2. júní 2020

Brothers á OperaVision til 12. júní 2020

Óperan Brothers er aðgengileg hjá OperaVision til 12. júní 2020.Við hvetjum alla þá sem ekki sáu uppfærsluna hér heima að nýta sér tækifærið og upplifa þessa mögnuðu óperu Daníels Bjarnasonar …