Íslenska óperan heldur til Búdapest með Brothers

25. júní 2019 | Fréttir og tilkynningar

Armel festival

Íslensku óperunni var boðið að opna  hina virtu Armel óperuhátíð í Búdapest sem hefst þann 2. júlí n.k. Það er óperan Brothers eftir Daníel Bjarnason sem er opnunaratriði hátíðarinnar en verkið var frumsýnt á Íslandi þann 9. júní 2018 og hefur sópað að sér verðlaunum.

Hópurinn hélt af stað til Búdapest í gær og er fyrsti æfingadagurinn í dag og mikil spenna í hópnum. Sýningin er í Mupa leikhúsinu í Búdapest og er nær uppselt á viðburðinn. 

Hér er hægt að lesa nánar um hátíðina og uppfærsluna