Fræðsla

Kynningar á undan óperusýningum

Íslenska óperan hefur lagt mikið upp úr kynningum á undan

óperusýningum en kynningarnar hafa verið í boði

Vinafélags Íslensku óperunnar.  Kynningarnar hafa verið afar vel sóttar

og eru þær jafnan í Hörpuhorni uþb. klukkustund fyrir sýningu.

Við hvetjum alla óperugesti til þess að eiga þessa gæðastund í Hörpuhorni.

Allir eru hjartanlega velkomnir meðan húsrúm leyfir.Reglubundið fræðslustarf fyrir börn

BarnastarfÍslenska óperan hefur hafið fræðslustarf sem sniðið er að börnum á aldrinum 9-12 ára. Við bjóðum börnin velkomin í Íslensku óperuna í Hörpu og kynnum heim óperunnar á skapandi hátt.

Í hverri heimsókn er tónlist líka í aðalhlutverki og bæði hlusta börnin á ýmis tóndæmi úr óperum auk þess sem þau taka lagið sjálf. 

Leiðbeinandi er Harpa Þorvaldsdóttir söngkona og tónmenntakennari. 

Dagskráin stendur frá kl. 11-13 og tekið er á móti hópnum kl. 11:00 í anddyri Hörpu. Skráning er á opera@opera.is og er nauðsynlegt að skrá sig í síðasta lagi einum degi áður.


Við hlökkum til þess að kynna óperulistformið fyrir forvitnum og kátum krökkum í framtíðinni.