Valdimar Hilmarsson

Valdimar Hilmarsson

Valdimar Hilmarsson hóf söngnám við Nýja tónlistarskólann í Reykjavík þar sem kennarar hans voru Jón Þorsteinsson og Sigurður Bragason. Hann stundaði síðan nám í Guildhall School of Music and Drama í Lundúnum og lauk fyrst M. Mus-prófi og síðan óperudeild þar sem aðalkennarar hans voru Rudolf Piernay og David Pollard. Helstu hlutverk Valdimars eru Leporello í Don Giovanni, Figaro í Brúðkaupi Fígarós eftir Mozart, Chelsias í óratoríunni Susanna eftir Händel og Wilfred Shadbolt í Yeomen of the Guard eftir Gilbert og Sullivan. Hann hefur auk þess sungið í óratoríum víða um Evrópu og í verkum á borð við Petite messe solenelle eftir Rossini, Nelson messu eftir Haydn, Krýningarmessu eftir Mozart, Requiem eftir Fauré og eftir Verdi. Valdimar stundar nú nám hjá Kristjáni Jóhannssyni tenór

Hlutverk

 • La traviata (2021)
  Grenvil læknir
 • Brúðkaup Fígarós (2019)
  Antonio
 • La traviata (2019)
  Grenville læknir
 • La traviata (2008)
  Markgreifinn af Obigny