Þorsteinn Freyr Sigurðsson

Þorsteinn Freyr Sigurðsson

Þorsteinn Freyr Sigurðsson hóf söngnám árið 2005 hjá Elísabetu Erlingsdóttir við Tónskóla Reykjavíkur. Frá 2007 til 2010 hélt hann námi sínu áfram með Elísabetu en í þetta sinn við Listaháskóla Íslands. Hann lauk mastersgráðu í söng árið 2013 við Hanns Eisler í Berlín undir handleiðslu Prof. Scot Weir og eftir útskrift með Prof. Janet Williams. Árið 2014 hóf Þorsteinn störf við Óperuhúsið Theater Ulm í Suður-Þýskalandi til ársins 2017. Þorsteinn söng fjölmörg hlutverk við óperuhúsið í Ulm þ.m.t. Camille de Rossillon í Die lustige Witwe eftir Franz Lehár, Eurimaco í Il ritorno d’Ulisse in patria eftir Claudio Monteverdi, Ferrando í Cosi fan tutte eftir W. A. Mozart, Bob Boles í Peter Grimes eftir B. Britten, Pong í Turandot eftir G. Puccini, Don Ottavio í Don Giovanni eftir W. A. Mozart, Mercedes del Rossa í Schön ist die Welt eftir F. Lehár, Schmidt í Werther eftir Jules Massenet, ónefnt hlutverk í heimsfrumsýningu werksins Treibgut eftir Alexander Balanescu, Edmondo/Maestro di Ballo/Lampinaio í Manon Lescaut eftir G. Puccini og síðast Nemorino í L’elisir d’Amore eftir G. Donizetti.  Þorsteinn hefur einnig mikla reynslu af ljóðasöng og hefur komið fram á tónleikum í Þýskalandi sem og á Íslandi.

Hlutverk Spoletta er fyrsta einsöngshlutverk Þorsteins hjá Íslensku óperunni.

Hlutverk

  • Tosca (2017)
    Spoletta
  • Ariadne (2007)
    Þjónn í veislu