Svanhildur Rósa Pálmadóttir

Svanhildur Rósa Pálmadóttir

Svanhildur Rósa Pálmadóttir lauk framhaldsstigsprófi úr Tónlistarskólanum í Garðabæ undir handleiðslu Snæbjargar Snjæbjarnardóttur. Síðar hefur hún meðal annars lært hjá Kristjáni Jóhannssyni, Franz Lukazovsky, Bianca-Maria Casoni og Walter Coppola. Hún lauk svo meistaragráðu í söng frá Conservatorio Jacopo Tomadini í Udine, Ítalíu með hæstu einkunn árið 2011 hjá kennurunum Mirna Pecile og Marcello Lippi.

Svanhildur Rósa kemur reglulega fram sem einsöngvari erlendis og hefur meðal annars sungið hlutverkin Dardano úr Amadigi di Gaula eftir Händel, Zanetto úr samnefndri óperu eftir Mascagni og hlutverkin Suor Zelatrice og La Zia Principessa úr Suor Angelica eftir Puccini. Þar fyrir utan hefur hún sungið í tónleikaútgáfu Isabella frá Italiana in Algeri og Carmen úr samnefndri óperu eftir Bizet. Í söngleikjum hefur hún sungið m.a. Mary og the Astrologist í Sunset Boulevard eftir Webber og Schwester Celine úr Nights of Africa eftir Sigmunds.  

Hlutverk

  • Valkyrjan (Die Walküre) (2022)
    Schwertleite