Sigríður Ósk Kristjánsdóttir

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir

Sigríður Ósk Kristjánsdóttir mezzo-sópran lauk söng- og píanókennaranámi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og óperudeild, Artist Diploma og meistaragráðu frá Royal College of Music í London. Sigríður Ósk syngur reglulega í óperum, óratoríum og á ljóðatónleikum hérlendis og erlendis.  Hún hefur sungið óperuhlutverk m.a. með Glyndebourne óperunni, English National Opera, English Touring Opera, á Iford Festivalinu, með Classical Opera, með LidalNorth hjá Óperuhúsinu í Osló og hjá Íslensku óperunni þar sem hún söng m.a. hlutverk Rosinu í Rakaranum frá Sevilla. Sigríður Ósk hefur sungið í tónleikasölum eins og Royal Albert Hall, Kings place og Cadogan Hall í London en þar söng hún ásamt Dame Emma Kirkby og var  tónleikunum útvarpað á Classic FM. Söng Sigríðar má heyra á geisladiski “Engel Lund’s Book of Folksongs” sem gefinn var út af Nimbus Records.  Sigríður er meðlimur í barokk-bandinu Symphonia Angelica. Þau komu m.a. fram á Listahátíð í Reykjavík 2016 og nýverið í Oslo Konserthus, Berwaldhallen í Stokkhólmi og Musiikkitalo í Helsinki á tónleikunum Concerto Grosso-Viking Barokk.  Sigríður söng í Klassíkinni okkar með Sinfóníuhljómsveit Íslands árið 2017 og 2018. Hún hélt einsöngstónleika fyrir Íslands hönd á opnun stærsta jólamarakaðar í Evrópu í Strasbourg Cathedral jólin 2017. Sigríður var tilnefnd til Íslensku Tónlistarverðlaunanna sem söngkona ársins árin 2016, 2017 og 2018.

Hlutverk

 • Valkyrjan (Die Walküre) (2022)
  Waltraute
 • La traviata (2021)
  Flora Bervoix
 • La traviata (2019)
  Flora Bervoix, vinkona Violettu
 • Rakarinn frá Sevilla (2015)
  Rosina
 • Töfraflautan (2011)
  Þriðja hirðmær