Rúni Brattaberg

Rúni Brattaberg

Rúni Brattaberg er fæddur í Færeyjum og lauk námi í heimildarljósmyndun frá Kaupmannahöfn áður en hann fór í söngnám. Hann nam fyrst við Sibeliusar Akademíuna í Helsinki á árunum 1997-1999, þá við Óperustúdíóið í Zürich á árunum 1999-2000. Hann starfaði m.a. í Mainz, Ulm, Detmold og Bern. Á árunum 2009-2011 var hann fastráðinn við Mannheimóperuna þar sem hann söng hlutverk á borð vð Gurnemanz, Hagen, Hunding, Fafner, Veit Pogner, König Heinrich, Basilio, Timur, Sparafucile,  Sarastro, Baron Ochs og Osmin. Hann hefur sungið sem gestasöngvari við ýmis óperuhús m.a.  í Amsterdam, La Monnaie í Brussel, Lausanne, Bonn, Aalto leikhúsið í Essen og við Bastilluóperuna í París.

Árið 2011 söng Runi hlutverk Baron Ochs undir stjórn Simon Rattle við óperuhúsið í Amsterdam, en hann kom inn fyrir Kurt Rydl. Meðal hlutverka sem hann hefur á sínum lista eru   Filipp konungur, Padre Guardiano, Ramphis, Banco, Rocco, Seneca, Kaspar, Il Commendatore, Gremin fursti  og Doktor úr „Wozzeck“. Árið 2013 söng hann hlutverkið "Titurel" í Parsifal Wagners við Metrópólitan óperuna í NY en sú sýning var sýnd í beinni útsendingu um víða veröld. Runi hefur einnig sungið hlutverk við Cincinnati Operuna og óperuna í  Chicago.


Hlutverk

  • Évgení Onegin (2016)
    Gremín fursti