Rannveig Káradóttir

Rannveig Káradóttir

Rannveig Káradóttir lærði á píanó og þverflautu við Tónlistarskólann í Garðabæ frá unga aldri. Árið 2002 hóf hún söngnám hjá Margréti Óðinsdóttur og um eins árs skeið lærði hún í jazzsöng í FÍH hjá Guðlaugu Dröfn Ólafsdóttur. Frá 2004 stundaði hún söngnám hjá Alinu Dubik í Tónlistarskólanum í Reykjavík og lauk þaðan burtfararprófi vorið 2008. Í kjölfarið stundaði hún framhaldsnám hjá Kristjáni Jóhannssyni á Ítalíu á árunum 2009-2009. Auk þess hefur hún sótt hjá Donald Kaasch og Anton Steingruber.

Hún lauk eins árs diplómnámi hjá „Complete Vocal Institute“ hér á landi árið 2006 og sama ár kom út barnaplatan Barnalög þar sem hún söng lög og texta Kristjáns Hreinssonar. Í janúar 2008 var hún meðal fyrstu vinningshafa í Barry Alexander International Singing Competition og söng á tónleikum í Carnegie Hall í kjölfarið.

Vorið 2006 fór hún með hlutverk Unu í óperunni Mærþöll eftir Þórunni Guðmundsdóttur sem Tónlistarskólinn í Reykjavík setti upp í Íslensku óperunni. Árið 2007 söng hún hlutverk Laurettu í Gianni Schicci í uppfærslu Óperustúdíós Íslensku óperunnar og um haustið söng hún hlutverk Greifynjunnar í Die Verschworenen eftir Schubert í uppfærslu Tónlistarskólans í Reykjavík. Hún söng hlutverk Annínu í uppfærlsu Íslensku óperunnar á La traviata árið 2008.

Hlutverk

  • La traviata (2008)
    Annina

Kór

  • La Bohème (2012)
    Sópran
  • Töfraflautan (2011)
    Sópran