Paul Carey Jones

bass-baritón

Paul Carey Jones

Paul Carey Jones

bass-baritón

 

Paul Carey Jones er fæddur í Cardiff og stundaði nám við The Queen's College í Oxford, The Royal Academy of Music og National Opera Studio þar sem hann hlaut viðtöku einna virtustu verðlauna sem ungum söngvurum geta hlotnast; W. Towyn Roberts námsstyrkinn. Í maí 2013 var hann kjörinn heiðursfélagi Royal Academy of Music og sama ár hneppti ásamt öðrum fyrsta sætið í tónlistarkeppninni Wagner Society Singing Competition. 

Paul hefur sungið stór hlutverk fyrir óperuhús á borð við Royal Opera í Covent Garden, Wales National Opera, Northern Ireland Opera, Scottish Opera, Wexford Festival Opera, Teatro Comunale Bolzano, Teatro Rossini di Lugo og Teatro Comunale di Bologna.

Meðal nýlegra hápunkta á ferli Pauls má nefna frumraun hans sem Ivan Ivanovich í óperunni The Nose, frumraun hans við Teatro Comunale í Bolzano sem Dr Schön / Jack the Ripper í uppfærslu David Pountney á Lulu eftir Alban Berg, hlutverk prestsins í uppfærslu Scottish Opera á The Trial eftir Philip Glass og frumraun hans sem Wotan í Die Walküre fyrir Berwick Festival.

Sem sérfræðingur í nútímatónlist hefur Paul leikið í heimsfrumsýningum ópera eftir John Metcalf, Peter Wiegold, Jonathan Owen Clark, Keith Burstein, Christopher Norby og Brian Irvine, og á efnisskrá hans eru meðal annars stór hlutverk eftir John Adams, Philip Glass, James Macmillan, Kaija Saariaho og Mark-Anthony Turnage. Á tónleikum hefur hann heimsfrumflutt verk á borð við 'In David's Land eftir Richard Elfyn Jones, Cities of Dreams eftir Stephen McNeff, Karuna eftir Andrew Wilson-Dixon, auk fjölmargra laga og sönglagaflokka.

Sem einsöngvari hefur Paul unnið reglulega í samstarfi við verðlaunapíanóleikarann Llyr Williams í næstum fimmtán ár. Af nýlegum hápunktum má nefna fyrstu hljómplötu þeirra, Enaid - Songs of the Soul, sem var gefin út af útgáfufyrirtækinu Sain og hlotið hefur mikið lof. Einnig má nefna flutning þeirra á Winterreise eftir Schubert á Rhosygilwen Festival og Machynlleth Festival. Af öðrum tónlistarupptökum má nefna Jackie O eftir Michael Daughherty á DVD fyrir Dynamic, Tom Jones eftir Edward German fyrir Naxos, Under Milk Wood: An Opera fyrir Ty Cerdd og Songs Now fyrir Meridian.

 


Hér má skoða heimasíðu söngvarans.

Verkefni hjá ÍÓ