Örvar Már Kristinsson

Örvar Már Kristinsson lærði söng hjá Snæbjörgu Snæbjarnardóttur og Guðmundi Jónssyni í Söngskólanum í Reykjavík áður en hann hélt utan til Vínarborgar, þar sem kennarar hans voru Helene Karusso og síðar Franz Lukasovsky í Tónlistarháskólanum í Vínarborg.

Síðastliðin ár hefur hann einnig sótt einkatíma og námskeið hjá Jóni Þorsteinssyni. Örvar var meðlimur í kór Ríkisóperunnar í Vínarborg í 6 ár sem og Konsertverein der Wiener Staatsoper og hefur einnig sungið á nokkrum helstu óperuhátíðum heims, s.s. Salzburger Festspiele, Baden Baden og Ruhrtriennale. Hann hefur tekið þátt í uppsetningum á óperettum og óperum víðsvegar um Austurríki og Þýskaland og var á samningi hjá óperufyrirtækinu Kinderoper Piccolino í tvö ár. Örvar er meðlimur í Kór íslensku óperunnar og hefur sungið hlutverk í uppsetningum Íslensku óperunnar allt frá árinu 1994. Örvar er félagi í Voces Masculorum og Barbörukórnum og hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri á Íslandi, Þýskalandi og Austurríki.

Hlutverk

 • Don Carlo (2014)
  Greifinn af Lerma / Sendiboði

Kór

 • Évgení Onegin (2016)
  Tenór
 • Don Giovanni (2016)
  Tenór
 • Don Carlo (2014)
  Tenór
 • Ragnheiður (2014)
  Tenór
 • Il Trovatore (2012)
  Tenór
 • La Bohème (2012)
  Tenór