Ólafur Kjartan Sigurðarson

Ólafur Kjartan Sigurðarson

Ólafur Kjartan Sigurðarson nam við Söngskólann í Reykjavík hjá Guðmundi Jónssyni og Ólafi Vigni Albertssyni, við Royal Academy of Music og við Royal Scottish Academy of Music and Drama.

Hann var fastráðinn söngvari við Íslensku óperuna 2001-2004 og meðal hlutverka hans þar eru Scarpia, Macbeth, Papageno, tveir Fígaróar (Rossini og Mozart), Schaunard og Tarquinius. Ólafur Kjartan var fastráðinn við óperuna í Saarbrücken en hefur undanfarin misseri starfað sjáfstætt og syngur víða um heim.

Af fjölmörgum verkefnum hans eru hlutverk í óperum Verdi, Puccini og Wagner hvað mest áberandi; Macbeth, Iago, Renato, Falstaff, Scarpia, Jack Rance, Telramund, Alberich, Klingsor, Hollendingurinn fljúgandi og síðast en ekki síst Rigoletto.  Hann hefur einnig hlotið lof fyrir túlkun sína á Barnaba, Bláskegg, Escamillo, Gérard, Jochanaan og Tonio.

Ólafur Kjartan hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, m.a. Grímuverðlaunin fyrir túlkun sína á Rigoletto.

Ólafur Kjartan hefur einnig komið fram á fjölda tónleika víða um heim. Nýlega söng hann við vígslu nýrrar tónleikahallar í Lugano undir stjórn Vladimir Ashkenazy, í níundu sinfóníu Beethoven á tónleikaferð um Japan undir stjórn Toshiuki Kamioka og á nýliðnu sumri í Canberra, Melbourne og Sidney. Hann hefur einnig margoft komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Meðal næstu verkefna Ólafs Kjartans er hlutverk Rigoletto við Finnsku þjóðaróperuna og hjá Minnesota Opera, Falstaff hjá Opera Colorado, Lohengrin í Prag svo fátt eitt sé nefnt.

http://www.rayfieldallied.com/artists/olafur-sigurdarson/

Hlutverk

 • Valkyrjan (Die Walküre) (2022)
  Wotan
 • Tosca (2017)
  Scarpia
 • Peter Grimes (2015)
  Balstrode
 • Rigoletto (2010)
  Rigoletto
 • Tosca (2005)
  Scarpia
 • Brúðkaup Fígarós (2004)
  Figaro
 • Macbeth (2003)
  Macbeth
 • Rakarinn frá Sevilla (2002)
  Figaro
 • Töfraflautan (2001)
  Papageno
 • La Bohème (2001)
  Schaunard
 • The Rape of Lucretia (2000)
  Tarkvíníusar