Oddur Arnþór Jónsson

Oddur A. Jónsson

ODDUR ARNÞÓR JÓNSSON, barítón, lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík og stundaði framhaldsnám í óperu- og ljóðasöng við Mozarteum háskólann í Salzburg, Austurríki. Hann hlaut Lilli Lehmann viðurkenninguna fyrir framúrskarandi meistarapróf. Oddur var útnefndur Bjartasta vonin á Íslensku tónlistarverðlaununum 2014 fyrir hlutverk sitt í Don Carlo, sem var frumraun hans í Íslensku óperunni. Hann hefur verið tilnefndur sem söngvari ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum fyrir hlutverk sín í Don Carlo, Rakaranum í Sevilla, Don Giovanni, Solomon á Kirkjulistahátíð, Vetrarferðina í Salnum og hlutverk Michaels í Brothers. Hann var tilnefndur til Grímunnar sem söngvari ársins fyrir hlutverk sitt í Don Carlo árið 2014. Sem ljóðasöngvari hefur hann flutt Schwanengesang á Schubert hátíðinni í Vilabertran á Spáni, Vetrarferðina og Das Lied von der Erde eftir Gustav Mahler í Garnier-óperunni í París. Á Íslandi hefur komið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands, í Hallgrímskirkju með Mótettukórnum og Herði Áskelssyni í Solomon eftir Händel, Te Deum eftir Charpentier og Messu í F-dúr eftir Bach. Hann söng í Messíasi eftir Händel í Hörpu með Dómkórnum í Reykjavík undir stjórn Kára Þormar og í Jóhannesarpassíunni eftir Bach í Langholtskirkju með Jóni Stefánssyni.Oddur hefur hlotið fjölda viðurkenninga í alþjóðlegum ljóðakeppnum. Hann fékk Schubert verðlaunin og verðlaun sem besti ljóða- og óratóríu flytjandinn í Francesc Viñas keppninnni í Barcelona. Hann sigraði Brahms-keppnina í Pörtschach í Austurríki og varð þriðji í Schubert keppninni í Dortmund, Þýskalandi. Árið 2018 söng hann hlutverk Michaels í  Brothers eftir Daníel Bjarnason hjá Íslensku óperunni sem og hlutverk föðurins í Hans og Grétu.

Hlutverk

 • La traviata (2021)
  Barón Douphol
 • Brúðkaup Fígarós (2019)
  Almaviva greifi
 • La traviata (2019)
  Barón Douphol
 • Hans og Gréta (2018)
  Faðirinn (Pétur)
 • Brothers (2018)
  Michael
 • Don Giovanni (2016)
  Don Giovanni
 • Rakarinn frá Sevilla (2015)
  Figaro
 • Peter Grimes (2015)
  Ned Keene
 • Don Carlo (2014)
  Rodrigo