Nathalía Druzin Halldórsdóttir

Mezzósópran

Nathalía Druzin Halldórsdóttir

Nathalía Druzin Halldórsdóttir lauk 8.stigs prófi árið 2009 frá Nýja Tónlistarskólanum og hefur notið leiðsagnar Alinu Dubik. Hún hefur tekið þátt í óperuuppfærslum á vegum Sumaróperunnar, Íslensku óperunnar og hjá Óperustúdíói Íslensku óperunnar.

Nathalía hefur sl. ár sungið á fjölmörgum tónleikum á vegum CCCR þar sem íslensk einsöngslög eru kynnt fyrir erlendum ferðamönnum. Hún tók þátt í tónlistardagskránni "Svanurinn minn syngur" í Gerðubergi sem tileinkuð var Höllu Eyjólfsdóttur og Sigvalda Kaldalóns. Meðal annara verkefna  má nefna  Tíbrártónleikar í Salnum í Kópavogi og althlutverkið í 9. sinfóníu Beethovens með Sinfóníuhljómsveit Íslands. 

Í janúar 2009 kom hún fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ári síðar varð Nathalía í þriðja sæti í Torneo Internazionale di Musica tónlistarkeppninni sem haldin er annað hvert ár í Veróna á Ítalíu. Hún hefur komið fram á tónleikum í St.Pétursborg, þar sem hún söng einsöng með Karlakór Reykjavíkur í St.Pétursborgar-Kapellunni og ári síðar í Púshkin Safninu í Moskvu með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara.

Nathalía hefur verið virkur flytjandi á tónlistarsviðinu hérlendis og hefur tónleikum með henni verið bæði útvarpað og sjónvarpað hjá Ríkisútvarpinu.


Verkefni hjá ÍÓ