Nathalía Druzin Halldórsdóttir

Nathalía Druzin Halldórsdóttir

Nathalía Druzin Halldórsdóttir mezzósópran lauk 8.stigs prófi árið 2008 frá Nýja Tónlistarskólanum og naut þar leiðsagnar Alinu Dubik mezzósópransöngkonu. Fyrstu söngtímana tók hún í St. Pétursborg í Rússlandi þegar hún var þar í háskólanámi. Hún stundaði síðan nám hjá John A. Speight í Tónskóla Sigursveins, var einn vetur í Söngskólanum í Reykjavík hjá Elísabetu Eiríksdóttur auk þess sem hún tók einkatíma bæði í Danmörku og Bandaríkjunum. Nathalía var einn af sigurvegurum í keppninni „Ungir einleikarar“ árið 2009 og kom í kjölfarið fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Árið 2010 varð Nathalía í þriðja sæti í Torneo Internazionale di Musica tónlistarkeppninni í Veróna á Ítalíu. Hún hefur tekið þátt í óperuuppfærslum á vegum Sumaróperunnar, Íslensku óperunnar og hjá Óperustúdíói Íslensku óperunnar og verið mjög virk í tónleikahaldi m.a. á Tíbrártónleikum, í Gerðubergi, Sigurjónssafni, í Hörpu ofl. Tónleikum hennar hefur verið bæði útvarpað og sjónvarpað hjá Ríkisútvarpinu. Nathalía hefur einnig komið fram á tónleikum í St.Pétursborg í Rússlandi, þar sem hún söng einsöng með Karlakór Reykjavíkur í St.Pétursborgar-Kapellunni árið 2014 og ári síðar í Púshkin safninu í Moskvu með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur píanóleikara. Haustið 2016 fór hún með hlutverk Olgu í uppfærslu Íslensku óperunnar á Évgeni Onegin eftir Tchaikovsky og hefur verið ötul í tónleikahaldi síðustu ár. 


Hlutverk

  • Évgení Onegin (2016)
    Olga