Kristín Einarsdóttir Mäntylä

Kristín Einarsdóttir Mantyla
Kristín söng í kórum Langholtskirkju frá átta ára aldri og fékk þar sína fyrstu söngkennslu hjá Hörpu Harðardóttur, Jóni Stefánssyni og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur.  Sem meðlimur Graduale Nobili kórsins söng hún á plötu Bjarkar Guðmundsdóttur Biophilia árið 2011 sem leiddi til tveggja ára tónleikaferðalags víða um heim. Kristín útskrifaðist með Burtfararpróf úr Söngskóla Reykjavíkur árið 2013 hjá Hörpu Harðardóttur og hóf um haustið 2014 söngnám hjá Regina Werner-Dietrich við Tónlistarháskólann í Leipzig. Einnig hefur Kristín sótt tíma hjá Sigrúnu Hjálmtýsdóttur og Janet Haney.
    Kristín hefur oft komið fram sem einsöngvari á Íslandi og í Leipzig og kemur reglulega fram sem einsöngvari í kirkjulegum verkum og á ljóðatónleikum. Veturinn 2017/2018 söng hún fylgdarsvein í Töfraflautunni eftir W.A Mozart og blómastúlku í Brúðkaupi Fígarós í óperunni í Leipzig. Í vor fór Kristín með hlutverk Nireno í óperunni Júlíus Cesar eftir Händel í tónlistarháskólanum í Leipzig og í óperunni í Dessau. Hún hlaut árið 2016 verðlaun Junge Stimmen Leipzig á alþjóðlegu söngakademíu Schloss-Hartenfels í Torgau  og var í ár valinn Bayreuth styrkþegi Richard Wagner félagsins í Leipzig og styrkþegi Yehudi Menuhin, Live Musik Now Leipzig e.V 


Hlutverk

  • Hans og Gréta (2018)
    Óli Lokbrá