Jóna G. Kolbrúnardóttir

sópran

Jóna G. Kolbrúnardóttir

Jóna G. Kolbrúnardóttir er fædd og uppalin í Reykjavík. Hún var ung að árum þegar hún hóf að syngja og hefur sungið í ýmsum kórum bæði sem meðlimur og einsöngvari. Hún lauk burtfararprófi frá Söngskólanum í Reykjavík vorið 2014 undir leiðsögn Hörpu Harðardóttur. Haustið 2014 hélt hún í framhaldsnám til Vínarborgar þar sem hún stundar söngnám við Tónlistarháskólann undir leiðsögn Univ. Prof. Gabriele Lechner. S.l. júní lauk hún Bakkalárprófi þaðan. Haustið 2016 tók hún þátt í uppsetningu á óperunni Die Kluge eftir Carl Orff þar sem hún söng titilhlutverkið. Jóna hefur tekið þátt í ýmsum meistaranámskeiðum m.a. hjá Anne Sofie von Otter, Chritine Schäfer og Regine Werner. Hún kom fram sem einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikunum Ungir einleikarar í janúar 2017. Þá hlaut hún styrk úr tónlistarsjóði Rótarýs í janúar 2018. Frá árinu 2016 hefur hún komið fram á tónleikum í tónleikaröðinni Pearls of Icelandic Songs í Hörpu. Hún söng bakraddir inn á Biophilia plötu Bjarkar Guðmundsdóttur og tók þátt í þriggja ára tónleikaferð sem fylgdi á eftir plötunni.

 

Verkefni hjá ÍÓ