Hrólfur Sæmundsson

Hrólfur Sæmundsson

Hrólfur Sæmundsson hóf söngnám sitt við Söngskólann í Reykjavík og lauk síðar MA gráðu í tónlist frá New England Tónlistarakademíunni í Boston árið 2002.

Hrólfur hefur komið fram í fjölmörgum óperuuppfærslum víða um Evrópu og í Bandaríkjunum auk þess sem hann hefur sungið í mörgum sýningum hérlendis. Frá árinu 2009 hefur Hrólfur aðallega starfað í Þýskalandi. Hans helstu hluverk á óperusviðinu eru Macbeth, Don Carlo (La Forza del Destino), Germont (La traviata), Miller (Luisa Miller), Rodrigo (Don Carlo), Ford (Falstaff), Escamillo (Carmen), Telramund (Lohengrin), Wolfram (Tannhäuser), Kurwenal (Tristan und Isolde), Beckmesser (Die Meistersinger), Lord Ruthven (Der Vampyr), the Father (Hansel und Gretel), Sharpless (Madame Butterfly), Schaunard and Marcello (La Boheme), Onegin (Evgenyi Onegin), Figaro (Il barbiere), Ori in the acclaimed new opera Au Monde by Philippe Boesmans, Il Conte (le Nozze di Figaro), Don Giovanni and Papageno (Die Zauberflöte).

Hrólfur hefur hljóðritað diska og má þar helst nefna upptöku með tónlist Sir John Tavener sem hlaut mjög góða dóma, auk 8.sinfóníu Mahlers og þrjá diska með Íslenskum einsöngslögum. Hann hefur komið fram í útvarpi og sjónvarpi bæði á Íslandi sem og í Bretlandi.

Á komandi starfsári mun Hrólfur syngja hlutverk Hollendingsins í Hollendingnum fljúgandi, Don Carlo í Á valdi örlaganna, Germont í La Traviata og Don Alfonso í Cosi fan tutte.


Hlutverk

 • La traviata (2021)
  Giorgio Germont
 • La traviata (2019)
  Giorgio Germont, faðir Alfredos
 • Carmen (2013)
  Escamillo
 • La Bohème (2012)
  Schaunard
 • Rakarinn frá Sevilla (2002)
  Fiorello