Hrafnhildur Björnsdóttir

Sópran

Hrafnhildur Björnsdóttir

Hrafnhildur Björnsdóttir stundaði söngnám hjá Þuríði Pálsdóttur og Ólöfu Kolbrúnu Harðardóttur í Söngskólanum í Reykjavík og síðar í Trinity College of Music í London hjá David Thomas þar sem hún lauk einsöngvaraprófi. Frá unga aldri hefur Hrafnhildur sungið með og sem einsöngvari í ýmsum kórum bæði hér heima og í Englandi. Helstu óperu hlutverk og sviðskórar Hrafnhildar eru hjá English National Opera, Scottish Opera, English Touring Opera, Ópera Austurlands, sumar Óperan og Íslenska Óperan. Einsöngshlutverk eru, Næturdrottningin úr Töfraflautunni (Mozart) og 1. Dama, Gréta í Hans og Grétu (Humperdink), Gianetta í Ástardrykknum (Donizetti) Adele í Leðurblökunni (Strauss) Frasquita í Carmen (Bizet) Lucia í The Rape of Lucretia (Britten) Venere, Fortuna og Damigella í Poppea (Monteverdi) Najade í Ariadne auf Naxos (R Strauss)​.

Hrafnhildur hefur sungið Óratoríurnar, Messías (Handel), Gloría (Vivaldi,) Requíem (Mozart), Missa Brevis (Britten), Carmina Burana (Orff), Requíem (Rutter) og Requíem (Brahms.) Einnig hefur hún haldið tónleika hér heima í Englandi, Skotlandi, Þýskalandi og  nú síðast í Ástralíu og Nýja Sjálandi. Hrafnhildur er búsett í Englandi og rekur ásamt eiginmanni sínum Impromptu Opera og Art Song International. Hrafnhildi finnst ekkert yndislegra en að koma heim og syngja.

Verkefni hjá ÍÓ