Hrafnhildur Árnadóttir

Hrafnhildur Árnadóttir

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran, hóf nám sitt við Söngskólann í Reykjavík og lauk Mastersnámi frá Hollensku Óperuakademíunni árið 2015, með Margreet Honig og Valerie Guillorit sem aðalkennara. Meðal óperuhlutverka sem Hrafnhildur hefur farið með eru Echo í Ariadne auf Naxos eftir R. Strauss, Thérèse í  Les Mamelles de Tirésias eftir F. Poulenc, Greifynjan í Brúðkaupi Fígarós eftir W. A. Mozart, Fiordiligi í Cosi fan tutte eftir Mozart og Alcina í samnefndri óperu eftir G. F. Händel. Einnig kemur hún reglulega fram á tónleikum og hefur hún meðal annars sungið Vier letzte Lieder eftir R. Strauss, Petite Messe Solennelle eftir G. Rossini, Exsultate Jubilate eftir Mozart, Gloria eftir F. Poulenc og Der Hirt auf dem Felsen eftir F. Schubert. Meðal nýlegra verkefna Hrafnhildar á Íslandi má nefna Vínartónleika Sinfóníuhljómsveitar Íslands 2019, tónleika í tónleikaröð Tíbrá í Salnum, tónleika með Barokkbandinu Brák á Óperudögum í Reykjavík, óperugjörninginn Free Play í Vinabæ og Listasafni Reykjavíkur, Bjöllurnar eftir Rachmaninov með Söngsveitinni Ægisif og Kúnstpásu hjá Íslensku óperunni.Hrafnhildur var ein sigurvegara í keppninni Ungir einleikarar árið 2011 á vegum SÍ og LHÍ og árið 2013 söng hún í úrslitum keppninnar Concours d’Excellence de l’U. P. M. C. F. í París. Hún hefur hlotið dvalarstyrk Selsins á Stokkalæk, samfélagsstyrk Valitor og listamannalaun Rannís.

Hlutverk

  • La traviata (2021)
    Annina
  • La traviata (2019)
    Annina