Hrafnhildur Árnadóttir

Sópran

Hrafnhildur Árnadóttir

Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran, er fædd og uppalin í Reykjavík en hún lauk námi frá Hollensku Óperuakademíunni árið 2015, með Margreet Honig og Valerie Guillorit sem aðalkennara.

 Hrafnhildur kemur reglulega fram í Hollandi og á Íslandi, jafnt á tónleikum sem óperusviði. Meðal óperuhlutverka sem hún hefur farið með eru Echo í Ariadne auf Naxos eftir R. Strauss, Thérèse í Les Mamelles de Tirésias eftir F. Poulenc, Greifynjan í Brúðkaupi Fígarós eftir W. A. Mozart og Alcina í samnefndri óperu eftir G. F. Händel. Meðal verka sem Hrafnhildur hefur flutt á tónleikum eru Vier letzte Lieder eftir R. Strauss, Jólaóratorían og Mattheusarpassía eftir J. S. Bach, Exsultate Jubilate eftir Mozart, Gloria eftir F. Poulenc og Der Hirt auf dem Felsen eftir F. Schubert.

 Hrafnhildur hefur sungið með Dutch National Opera í Amsterdam, Nationale Reisopera sem og mörgum tónlistarhátíðum í Hollandi og hefur unnið með leikstjórum eins og Ted Huffman, Laurence Dale, Lotte de Beer og Laurent Pelly og hljómsveitarstjórum, m.a. Kenneth Montgomery, Jonathan Cohen, Patrick Fournillier og Anthony Hermus.

 Hrafnhildur var ein sigurvegara í keppninni Ungir einleikarar árið 2011 á vegum SÍ og LHÍ og árið 2013 söng hún í úrslitum keppninnar Concours d’Excellence de l’U. P. M. C. F. í París. Árið 2014 hlaut Hrafnhildur styrk úr Samfélagssjóði Valitor.

Verkefni hjá ÍÓ