Hlín Pétursdóttir Behrens

sópran

Hlín Behrens

Hlín Pétursdóttir Behrens lauk einsöngvaraprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík og  Mastersgráðu í óperusöng frá tónlistarháskólanum í Hamborg. Hún starfaði við ýmis óperuhús í Þýskalandi í 12 ár, lengst af við Staatstheater am Gärnerplatz í München, auk þess að koma fram sem gestasöngvari í  Sviss, Austurríki, Frakklandi og Svíþjóð. Verk W.A. Mozarts og R. Strauss mynda ákveðna þungamiðju í ferli Hlínar, en hún hefur sugnið hlutverk Sophie í Rosenkavalier, Fiakermilli í Arabella, Najade í Ariadne og Italienische Sängerin í Capriccio. Hún flutti heim haustið 2004 og hefur sungið hlutverk Musettu í La Bohème og Clorindu í Öskubustu við Íslensku Óperuna og hlutverk Önnu í samstarfi sumaróperunnar og Listahátíðar. Hlín syngur reglulega á tónleikum í Þýskalandi og á norðurlöndunum auk þess að koma fram á kammertónleikum, ljóðakvöldum og kirkjutónleikum hér heima. Hlín kennir nú við Tónlistarskólann í Reykjavík, Listaháskóla Íslands og Söngskóla Sigurðar Demetz. 

Verkefni hjá ÍÓ