Heiðdís Hanna Sigurðardóttir

Heiðdís Hanna Sigurðardóttir

Heiðdís Hanna Sigurðardóttir er fædd 1990. Hún hóf söngnám hjá Guðrúnu Jóhönnu Jónsdóttur í Tónlistarskóla Garðabæjar fimmtán ára gömul og lauk þaðan framhaldsprófi vorið 2011. Hún hefur stundað nám á bakkalárstigi við Tónlistarháskólann í Freiburg í Þýskalandi síðastliðin þrjú ár hjá Angelu Nick. Meðfram söngnáminu kenndi hún íslensku í Háskólanum í Freiburg. Síðastliðið haust hóf hún nám í Listaháskóla Íslands og mun ljúka bakkalárnáminu þar. Kennarar hennar eru Þóra Einarsdóttir og Kristinn Sigmundsson. Í sumar kom Heiðdís Hanna fram á tónleikum Pearls of Icelandic Song í Kaldalóni í Hörpu.

Hlutverk

  • Don Giovanni (2016)
    Zerlina

Kór

  • Évgení Onegin (2016)
    Sópran