Erla Björg Káradóttir

Sópran

Erla Björg Káradóttir

Erla Björg Káradóttir, sópran, hóf tónlistarnám sitt við Tónlistarskólann í Garðabæ, lærði á klarinett, óbó og tenór-saxófón og lék í Blásarasveit Garðabæjar til margra ára. Erla Björg lauk framhaldsstigi í söng árið 2003 hjá Margréti Óðinsdóttur. Hún fór í framhalsdnám til Salzburgar þar sem hún lærði hjá Prof.Martha Sharp,Dario Valiengo og Katharine Goeldner.

Hún hefur komið fram á ýmsum tónleikum bæði hérlendis og erlendis. Erla Björg hefur tvisvar sinnum tekið þátt í Opernwerkstatt Lofer og Óperusmiðju Garðabæjar en hún er ein af stofnendum hennar. Erla Björg hefur sótt ýmis námskeið m.a hjá Mariu Teresu Uribe, David Jones, Julie Kaufmann, Janet Williams, Donald Kaasch og Barböru Bonney og sótt einkatíma hjá Kristjáni Jóhannsyni.

Verkefni hjá ÍÓ