Dóra Steinunn Ármannsdóttir

Dóra Steinunn Ármannsdóttir

Dóra Steinunn Ármannsdóttir hóf söngferil sinn í kórum Langholtskirkju undir leiðsögn Jóns Stefánssonar, þar á meðal í Graduale Nobili. Hún lauk Burtfararprófi með hæstu einkunn frá Söngskólanum í Reykjavík undir leiðsögn Ólafar Kolbrúnar Harðardóttur og Kolbrúnar Sæmundsdóttur. Dóra Steinunn nam óperusöng við óperudeild Tónlistarháskólans í Vínarborg. Hún hefur meðal annars sungið í Íslensku Óperunni, Sydney Operahouse, Rockdale Opera Company, Pacific Opera, OperaBrasov og Volksoper í Vínarborg. Dóra Steinunn söng aðalhlutverkið í Stúlkunni í vitanum eftir Þorkel Sigurbjörnsson, þriðja dreng í Töfraflautunni og í óperukórnum í Toscu og Sweeney Todd við Íslensku Óperuna. Hún söng Elju í Gretti eftir Þorkel Sigurbjörnsson í Þjóðleikhúsinu, Bayreuth Young Artists Festival og Betty Oliphant Theatre í Toronto. Óperuhlutverk Dóru Steinunnar eru meðal annars Carmen, Hans í Hans og Grétu, Helmwige og Brünnhilde (cover) í Valkyrjunum, Red og Mrs. Clay í Cloudstreet eftir George Palmer. Dóra Steinunn söng altröddina í Jóhannesarpassíu Bachs, Sálumessum Mozarts og Fauré, Gloríu eftir Vivaldi og Elijah eftir Mendelssohn, Exultate Jubilate eftir Mozart, Frauenliebe und Leben eftir Schumann og Voices of Light eftir Einhorn. Hún flutti Kindertotenlieder eftir Mahler í tónleikaferðalagi með Mitteleuropäisches Kammerorchester í Vínarborg, Prag, Búdapest og Krakow. Dóra Steinunn var meðlimur í óperukór Opera Australia við Sydney Opera House og Arts Center Melbourne. Hún vann fyrstu verðlaun í Sydney Eisteddfod keppninni í þrígang; Opera Awards, Event 15 (Folk Song) og The Evelyn Hall de Izal Mezzo-Soprano Award.

Hlutverk

  • Hans og Gréta (2018)
    Nornin
  • Töfraflautan (2001)
    Þriðji fylgdarsveinn