Dísella Lárusdóttir

Sópran

Dísella Lárusdóttir

Dísella Lárusdóttir útskrifaðist úr Söngskólanum í Reykjavík árið 2002 og fór þaðan í meistaranám við Westminster Choir College, Rider University í Princeton í Bandaríkjunum. Þaðan útskrifaðist hún í maí 2005. Stuttu síðar bar hún sigur úr býtum í Astral Artistic Services 2006 National Auditions, komst í undanúrslit í Lauren S. Zachary National Vocal Competition, og í undanúrslit í söngkeppni Plácido Domingo, Operalia 2006. Árið 2007 sigraði hún svo í Greenfield-keppni Fíladelfíu-hljómsveitarinnar og í kjölfarið bauðst henni að koma fram með hljómsveitinni á árlegum gala-tónleikum sem nefnast Academy Concert & Ball ásamt píanistanum unga, Conrad Tao, Blue Man Group og Billy Joel undir stjórn Christoph Eschenbach. Stuttu eftir sigurinn í Greenfield-keppninni komst Dísella í undanúrslit í Metropolitan Opera National Council Auditions og í framhaldi af því fékk hún starfssamning hjá Metropolitan-óperunni í hlutverki Miss Schlesen í óperu Philips Glass, Satyagraha. Í apríl 2008 hélt hún debut-tónleika sína í New York í Merkin Hall og fékk einróma góða dóma fyrir. Disella söng með Sinfóníuhljómsveit Íslands á árlegum Vínartónleikum hljómsveitarinnar í janúar 2009 og hlaut einróma lof fyrir.

Verkefni hjá ÍÓ