Davíð Ólafsson

Davíð Ólafsson

Davíð Ólafsson er fæddur í Keflavík og hóf þar nám í söng og hljóðfæraleik. Síðan lá leiðin í Nýja Tónlistarskólann þar sem kennarar hans voru Sigurður Demetz, Keith Reed og Signý Sæmundsdóttir. Davíð úskrifaðist síðan úr Söngskólanum í Reykjavík þar sem Guðmundur Jónsson var hans aðal kennari. Árið 1997 hóf Davíð nám við óperudeild Tónlistarháskólans í Vinarborg hjá Helene Karusso.

Davíð hefur sungið víða um Evrópu og var fastráðinn í tvö ár við óperuna í Luebeck í Þýskalandi. Davíð var fastráðinn söngvari við Íslensku Óperuna frá árunum 2002-2004. Síðan þá hefur hann aðallega sungið tónleika og kirkjutónlist.

Meðal helstu hlutverka sem Davíð hefur sungið er konungurinn í Aidu eftir Verdi, Rocco í Fidelio eftir Beethoven, Dr. Bartolo og Basilio í Rakaranum frá Sevilla eftir Rossini og hlutverk Don Magnifico í óperunni Öskubusku eftir sama höfund. Eftir Mozart hefur Davíð sungið hlutverk Leporello í Don Giovanni, Sarastro í Töfraflautunni, Don Alfonso í Cosi fan tutte og svo Bartolo og Figaro í Brúðkaupi Figaros. 

Hlutverk

 • Brúðkaup Fígarós (2019)
  Doktor Bartolo
 • Ariadne (2007)
  Truffaldin
 • Öskubuska (2006)
  Don Magnifico
 • Tosca (2005)
  Kirkjuvörður
 • Sweeney Todd (2004)
  Turpin dómari
 • Brúðkaup Fígarós (2004)
  Doktor Bartolo
 • Rakarinn frá Sevilla (2002)
  Doktor Bartolo