Claire Rutter

Claire Rutter

Claire Rutter er fædd í bænum South Shields á Englandi og hóf feril sinn hjá Skosku óperunni og víðar á Bretlandi og hefur sungið við Ensku þjóðaróperuna, Grange Park óperuna, Opera North og hjá Welsku þjóðaróperunni. Hún söng hlutverk Fiordiligi í Cosi fan tutte við Dallas  óperuna en fyrir þá túlkun var hún tilnefnd til Maríu Callas verðlaunanna. Hún hefur einnig sungið við óperuhús í Ástralíu, Hollandi, Finnlandi, Frakklandi, Noregi og Bandaríkjunum. 

Meðal hlutverka sem hún hefur sungið er Elvira í I Puritani, titilhlutverkið í óperunni Norma, Maddalena í óperunni Andrea Chénier, Donna Anna í Don Giovanni, Elettra í Idomenoa, Minnie í La Faniculla del West og Cio-Cio-San í Madama Butterfly, titilhlutverkin í Manon Lescout og Turandot, Elvira í Ernani, titilhlutverkið í Giovanna d´Arco, Abigalle í Nabucco, Maria Boccanergra í Simon Boccanegra, Víoletta í La traviata og Sieglinde í Valkyrjunum.


Hlutverk

  • Valkyrjan (Die Walküre) (2022)
    Sieglinde
  • Tosca (2017)
    Tosca