Christine Goerke

Sópran

Christine Goerke

Christine Goerke hefur sungið í öllum helstu óperuhúsum heims og má þar nefna í Metropolitan óperunni,  Chicago óperunni, San Francisco óperunni, Santa Fe óperunni, Washington óperunni, Houston Grand Opera, Seattle Opera, Opera Company of Philadelphia, Pittsburgh Opera , New York City Opera, Glimmerglass Opera, Royal Opera House í Covent Garden, Parísaróperunni, Théâtre du Châtelet, Théâtre du Capitole í Toulouse, Deutsche Oper í Berlín, La Scala, Maggio Musicale Fiorentino, TeatroReal í Madrid, og Teatro Municipal de Santiago.

Hún hefur sungið mörg af helstu sópranhlutverkum óperubókmenntanna frá Handel, Mozart og nú í seinni tíð í óperum Strauss og Wagners.  Hún hefur hlotið mjög góða dóma fyrir túlkun sína á  Elektru, Turandot, og Ariadne auf Naxos, Brünnhilde í Valkyrjunni , Kundry í Parsifal, Ortrud í Lohengrin, Leonora í  Fidelio, Eboli í  Don Carlos, The Dyer's Wife í Die Frau ohne Schatten, Cassandre í  Les Troyens, Ellen Orford í Peter Grimes, Female Chorus í  The Rape of Lucretia, Alice í Falstaff, og  Madame Lidoine í Dialogues des Carmelites.

Goerke hefur einnig komið fram með mörgum af fremstu hljómsveitum heims og má þar nefna  The New York Philharmonic hljómsveitinni, Sinfóníuhljómsveitinni í  Boston, Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago og Cleveland,  Fílharmóníusveitinni í  Los Angeles, Radio Vara , Sinfóníuhljómsveitunum í Sydney og Nýja Sjálandi,  The Orchestra of the Age of Enlightenment,  BBC Sinfóníuhljómsveitinni á   BBC Proms, og  Hallé hljómsveitnni á  Edinborgarhátíðinni. Hún hefur unnið með fjölmörgum virtum hljómsveitarstjórum á borð við  James Conlon, Sir Andrew Davies, Sir Mark Elder, Christoph Eschenbach, Claus Peter Flor, James Levine, Sir Charles Mackerras, Kurt Masur, Zubin Mehta, Andris Nelsons, Seiji Ozawa, David Robertson, Donald Runnicles, Esa-Pekka Salonen, Robert Shaw, Patrick Summers, Jeffery Tate, Christian Thielemann, Michael Tilson Thomas, og Edo de Waart.

Upptaka Goerke á A Sea Symphony eftir  Vaughan Williams með Atlanta Sinfóníuhljómsveitinni undir stjórn Robert Spano hlaut Grammyverðlaunin árið 2003.  Hún hefur unnið náið með Robert Shaw og tekið upp verk á borð við ' Liebeslieder Waltzes eftir Brahms, Stabat Mater e. Poulenc og  Szymanowski og Dvorák en síðastnefnda upptakan var tilnefnd til Grammyverðlaunanna.

Goerke hlaut Richard Tucker verðlaunin árið 2001, The Musical America Vocalist of the Year verðlaunin árið 2015 og 2017 Opera News verðlaunin árið 2017..

Verkefni hjá ÍÓ