Auður Gunnarsdóttir

Sópran

Auður Gunnarsdóttir

Auður hóf nám við Söngskólann í Reykjavík, hjá Ólöfu K. Harðardóttur. Hún fór til framhaldsnáms að Hochschule für Musik und darstellende Kunst í Stuttgart þaðan sem hún lauk MA-prófi í ljóða- og óperusöng með láði. Hún naut þar leiðsagnar Luisa Bosabalian og Carl Davis. Einnig hefur hún sótt námskeið hjá Renata Scotto, Hermann Prey og Brigitte Fassbaender.

Auður var fastráðin við óperuhúsið í Würzburg þar sem hún söng mörg helstu sópranhlutverk óperubókmenntanna en hefur einnig komið fram í mörgum helstu óperuhúsum þýskalands og í Íslensku Óperunni. Hún hefur haldið fjölda ljóðatónleika hér heima, í þýskalandi og vestanhafs og komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands og ýmsum sinfóníuhljómsveitum í þýskalandi. Jafnframt hefur Auður sungið inn á nokkra geisladiska.

Verkefni hjá ÍÓ