Arnheiður Eiríksdóttir

Arnheiður Eiríksdóttir

Arnheiður Eiríksdóttir mezzo-sópran lauk burtfararprófi frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2012 undir handleiðslu Hlínar Pétursdóttur. Hún lauk síðan Bachelorsprófi með fyrstu einkunn 2016 frá Listaháskólanum í Vín með Univ. Prof. Sebastian Vittucci sem sinn aðal kennara og stundar nú Mastersnám við sama skóla með áherslu á óperusöng og leiklist. Hún hefur sótt Masterclassa hjá Anna-Sofie von Otter, Barbara Bonney, Kurt Equilutz og Snezana Brzakovic og fleirum og leiklistarnámskeið hjá Commedia dell'Arte sérfræðingnum Markus Kupferblum.

Frá hausti 2018 mun Arnheiður syngja við Kölnaróperuna sem meðlimur í óperustúdíói hússins.Helstu hlutverk hennar hingað til hafa verið Cherubino úr Le Nozze di Figaro (í Schloßtheater Schönbrunn í Vín og með EinKlang Philharmoniunni í Þýskalandi), Dorabella úr Cosí fan tutte (við Daegu óperuhúsið í S-Kóreu), Andronico úr Tamerlano eftir Händel, Meg Page úr Falstaff eftir Verdi, Ecclitico úr Il Mondo della Luna eftir Haydn (með Haydnsamfélaginu í Hainburg í Austurríki), Mercedes í Carmen eftir Bizet og Prins Orlofsky úr Leðurblöku Johanns Strauss í sérstakri útgáfu fyrir börn á tónlistarhátíðinni jOpera í Jennersdorf í Austurríki.

Arnheiður hefur mikið sungið í kórum og sem einsöngvari hérlendis og erlendis meðal annars í Jóhannesarpassíu Bachs, Messías eftir Händel og nú nýlega Mozart Requiem í Saint Martin in the Fields kirkjunni í London. Hún var í stúlknakórnum Graduale Nobili þegar hann fór í tónleikaferðalag með Björk Guðmundsdóttur og söng inn á plötu hennar Biophilia.

Hlutverk

  • Hans og Gréta (2018)
    Hans