Anooshah Golesorkhi

Anooshah Golesorki kemur reglulega fram sem söngvari á mörgum af helstu óperusviðum heims. Hann er fæddur í Íran og bjó þar til átta ára aldurs, en fluttist þá til Suður-Kaliforníu, þar sem hann ólst upp. Hann lauk bachelorsgráðu í tónsmíðum, auk bachelors- og meistaragráðu í efnafræði, frá University of San Diego og San Diego State University. Meðal óperuhúsa og tónlistarhúsa sem Golesorkhi hefur sungið við í stærri hlutverkum má nefna Metropolitan-óperuna í New York, San Francisco-óperuna, The Opera Orchestra of New York, Carnegie Hall, Washington Concert Opera, þjóðaróperuna í Vínarborg, Teatro Real í Madrid, Deutsche Oper í Berlín, óperuna í Hamborg, Deutsche Oper Rhein, óperuna í Aþenu, óperuhúsið í Nice, í óperuhúsunum í Cagliari, á Sardiníu og í Torino, við Oslóróperuna, óperuna í Bergen, óperuhúsin í Graz, Basel og í St. Gallen og í Royal Albert Hall í London.

Af hlutverkum hans á undanförnum misserum má nefna æðsta prest í Samson og Dalila í óperunni í Bergen, Alfio og Tonio í Cavalleria Rusticana og Pagliacci í Deutsche Oper í Berlín, Rigoletto með Rómaróperunni á ferðalagi hennar um Japan og Scarpia í Toscu í óperunni í Stuttgart. Á síðasta leikári söng hann meðal annars titilhlutverkið í Nabucco í Reisóperunni í Hollandi og einnig í óperunni í Genf, Georgio Germont í La traviata í óperunni í Leipzig, Scarpia í Toscu í Konunglegu óperunni í Kaupmannahöfn, Rance í La Fanciulla del West í Rómaróperunni og hlutverk Renato í Grímudansleik í Bergen. Framundan eru m.a. titilhluverkið í Nabucco í Leipzig.

Hlutverk

  • Il Trovatore (2012)
    Luna greifi