Andrey Zhilikhovsky

Andrey Zhilikovsky bariton

Andrey Zhilikhovsky lauk námi í kórstjórn frá Stefan Nyaga Tónlistarháskólanum í Kishinau, Moldóvíu árið 2006. Hann stundaði jafnframt söngnám og lauk námi frá Rimsky-Korsakov tónlistarháskólanum í St.Pétursborg þar sem hans fyrsta hlutverk var hlutverk Évgení Onegin. Andrey hefur unnið með hljómsveitarstjórum á borð við Mikhail Tatarnikov, Vassily Petrenko og Modestas Pitrenas. Hann var fastráðinn við Mikhailovsky leikhúsið í St.Pétursborg  um nokkura ára skeið þar sem hann fór með hlutverk Belcore í Ástardrykknum, Roberts í Iolanta og titilhlutverkið í Rakaranum frá Sevilla. Andrey söng frumraun sína við Lettnesku þjóðaróperuna í Ríga í Rakaranum frá Sevilla árið 2011 og árið 2012 var hann ráðinn inn í Bolshoj leikhúsið í Moskvu þar sem hann hefur sungið fjölmörg hlutverk, m.a. titilhlutverkið í Évgení Onegin Tchaikovskys. Andrey hefur nýverið sungið hlutverk Roberts í Iolanta við Þjóðaróperuna í París, Schaunard í La boheme við Teatro Muicipal í Santiago, auk þess sem hann syngur hlutverk Onegins bæði hér hjá Íslensku óperunni og hjá Óperunni í Nice í Frakklandi.

 

Hlutverk

  • Brúðkaup Fígarós (2019)
    Almaviva greifi
  • Évgení Onegin (2016)
    Évgení Onegin