Alex Ashworth

Alex Ashworth hóf söngferil sinn í kór Tewkesbury Abbey. Þaðan fór hann í St John’s College í Cambridge bæði í kórskóla og bóklegt nám. Hann hlaut styrk til náms í Royal Academy of Music og voru kennarar hans þar Mark Wildman, Clara Taylor og Julius Drake. Alex vann til fjölda verðlauna meðan á náminu stóð og á námsárunum söng hann aðalhlutverkið í Don Giovanni, Falstaff og í óperu Rossinis Il Signor Bruschino.

Að námi loknu þreytti Alex frumraun sína í skosku óperunni  í  hlutverki Eugene Onegin og Don Giovanni, í Glyndebourne í hlutverki Curio í Júlíusi Sesar og hlutverk Wozzeck hjá velsku þjóðaróperunni og í Lille óperunni í Frakklandi. Alex hefur komið fram víða á tónleikum m.a. í Royal Albert Hall, Royal festival Hall og Barbican centre í London. Hann söng hlutverk Aeneas í óperunni Dido og Aeneas á Halle hátíðinni í Þýskalandi og nú í sumar var hann einsöngvari í Requiem eftir Durufles í París og Madrid undir stjórn Sir John Eliot Gardiner. Alex hefur sungið inn á fjölda hljómdiska og einnig á myndbandsupptöku af óperunni Júlíusi Sesar í leikstjórn David McVicar. Hann syngur hlutverk Silvio í Pagliacci í fyrsta sinn í Íslensku óperunni.

Hlutverk

  • Cavalleria Rusticana og Pagliacci (2008)
    Silvio (P)