Agnes Thorsteins

Agnes Thorsteins

Agnes Tanja Thorsteins er fædd í Reykjavík 1990. Hún hóf tónlistarnám við Tónlistarskóla Garðabæjar árið 2000 fyrst á píanó en síðar söngnám hjá Guðrúnu Jóhönnu Jónsdóttur árið 2003 og lauk framhaldsprófi í báðum fögum árið 2009 aðeins 18 ára gömul. Hún hefur tekið þátt í Masterclass hjá Kiri Te Kanawa, Prof. Dunja Vejzovic, Anne Sofie von Otter og Gunnari Guðbjörnssyni. Vorið 2010 stóðst Agnes inntökupróf í Tónlistarháskólann í Vín, Austurríki og lærði hjá Anton Scharinger og frá haustönn 2013 hjá Regine Köbler. Tók hún lokaprófið í mars 2016 og lauk  Bakkalársgráðu með láði. Hlutverk sem Agnes hefur sungið eru meðal annars Sesto úr La clemenza di Tito eftir W.A. Mozart sem og Marcellina og Cherubino úr Brúðkaupi Fígarós, Carmen úr samnefndri óperu eftir G. Bizet o.fl. Agnes hefur komið fram á ýmsum tónleikum, söng Stabat Mater e. Pergolesi í Vídalínskirkju og á Hólum í Hjaltadal. Agnes hlaut styrk og viðurkenningu frá Lista – og menningarráði Kópavogs sem framúrskarandi listnemi Kópavogs 2010 og einnig styrk úr sjóði Marinó Péturssonar. Á árinu 2016-17 mun Agnes syngja við Óperuhúsið Theater Krefeld und Mönchengladbach. Agnes hefur einnig verið einsöngvari með Sinfóníuhljómsveit Íslands.

Hlutverk

  • Valkyrjan (Die Walküre) (2022)
    Siegrune