Simon Guilbault

Leikmyndahönnuður

Simon Guibault

Simon Guilbault hefur hannað leikmyndir við mjög fjölbreytt leikverk og sýningar og hefur í fjölmörg ár starfað með hinni þekktu leikkonu, leikstjóra og sviðshöfundi Marie Brassard. Hafa þau verk hlotið mikið lof bæði í Kanda og á alþjóðavísu. Uppfærsla þeirra á Jimmy frá árinu 2001 hefur t.d.  verið sett á svið í Théatre de l´Odéon í París, Sophiensaele í Berlín og í Barbican Center í London. 

Nýlegar uppfærslur í leikhúsi eru m.a. Les Hardings eftir Alexia Burger í Centre du théâtre d'Aujourd'hui, L´Avare í Théâtre Denise Pelletier leikstýrt af Claude Poissant og nýja uppfærslan á Peep Show eftir Marie Brassard í Espace Go. Simon hefur starfað m.a.  með Claude Poissant, Oriol Tomas, Marc Beaupré, Jorane, Brigitte Haentjens, Daniel Fortin, Jérémie Niel, Geoffrey Gaquère og Dominic Champagne. Simon hefur hannað leikmyndir fyrir fjölmargar sýningar Cirque du Soleil. Hann hefur einnig hannað leikmyndir fyrir danssýningar m.a. með Line Nault fyrir Super-Super (2018) og með Dana Gingras fyrir Somewhere Between Maybe (2015). Simon hefur auk þess hannað fyrir kvikmyndir og má nefna bíómyndirnar Le bruit des arbres eftir Francois Péloquin og Lost Song eftir Rodrigue Jean. 
Verkefni hjá ÍÓ