Sigurbjartur Sturla Atlason

Sigurbjartur Sturla

Sigurbjartur Sturla Atlason útskrifaðist af leikarabraut Listaháskóla Íslands árið 2016. Hann er einnig þekktur fyrir tónlist sem hann hefur gefið út undir nafninu Sturla Atlas og er í dag einn stærsti popptónlistarmaður landsins. Hann var útnefndur bjartasta vonin á Íslensku Tónlistarverðlaununum árið 2016 og hefur spilað á mörgum af stærstu tónlistarviðburðum á Íslandi síðustu tvö ár. Nú í ár leikur Sigurbjartur í Ófærð 2 og kvikmyndinni Lof mér að falla ásamt því að fara með hlutverk Smaladrengsins  í óperu Puccinis Tosca hjá Íslensku óperunni.

Hlutverk

  • Brúðkaup Fígarós (2019)
    Þjónn
  • Tosca (2017)
    Smali