Sébastien Dionné

Búningahönnuður

Sebastienne

Sébastien Dionne útskrifaðist frá Listaháskólanum í Québec árið 2007 og hefur síðan verið mjög virkur sem búningahönnuður í sínu heimalandi. Hann hefur hannað yfir 50 uppfærslur, aðallega í leikhúsum, en einnig í sirkussýningum, samtímadanssýningum og söngleikjum auk þess sem hann hefur hannað búninga fyrir ýmiskonar viðburði.

Búningar Sebastiens eru oftar en ekki innblásnir af hátísku aðferðafræði auk áhuga á períódu - búningahönnun. Hann er hvað þekktastur fyrir vinnu sína við háklássískar en einnig nútímalegar uppfærslur á verkum á borð við Hamlet, Macbeth, La Locandiera, La reine Margot, Les liasons dangereuses og Jocaste Reine. 

Síðustu ár hefur Sébastiane mikið unnið með textíl tækni og vinnur hann náið með fagfólki á því sviði til þess að ná fram samruna í þekkingu þeirra sem og nýjustu uppgötvunum í faginu.  

Sébastien Dionne hefur í tvígangið hlotið hin virtu Menningarverðlaun Prix des arts et de la culture de Québec í heimaborg sinni, fyrir bestu búningahönnun (árin 2011 og 2017).

Verkefni hjá ÍÓ