Oriol Tomas

Leikstjóri

Oriol Tomas

Leikstjórinn Oriol Tomas hefur sett upp sýningar við yfir 15 óperuhús víðsvegar í Frakklandi og má þar nefna óperuhúsin Théâtre du Capitole de Toulouse, Opéra du Grand Avignon, Opéra de Bordeaux og Opéra de Marseille. Leikárið 2016-2017 leikstýrði hann Töfraflautu Mozarts við Pacific Opera Victoria, La Traviata Verdis við Jeunesses Musicales du Canada og Carmen eftir Bizet við l’Atelier lyrique de l’Opéra de Montréal. Hann leikstýrði líka Porgy and Bess Gerswins hjá Sinfóníhljómsveitinni í Montreal auk fjölda uppfærslna bæði í Kanada og Frakklandi. Hann útskrifaðist með Meistaragráðu sem óperuleikstjóri frá l’École Supérieure de Théâtre of l’Université du Québec à Montréal árið 2008 en fimm árum áður hafði hann lokið þar leikaranámi.

Hér að neðan er hægt að skoða heimasíðu leikstjóran - Heimasíða Oriol Tomas


Verkefni hjá ÍÓ