Lucie Vigneault

Danshöfundur

Lucie Vigneault

Lucie Vigneault útskrifaðist árið 2001 úr Háskólanum í  Québec à Montréal með B.A í dansi auk þess sem hún lauk danskennaraprófi frá sama skóla árið 2008. Hún hefur frá útskrift unnið við fjölmörg dansverkefni, bæði sem dansari, kennari, æfingastjóri og danshöfundur.  Hún hefur dansað fyrir  Johanne Madore og  Alain Francoeur (Cirque Éloize), einnig fyrir Roger Sinha, Hélène Langevin, Tony Chong, Peter James, Frédérick Gravel, Danièle Desnoyers, Manuel Roque, Stéphane Gladyszewski, Daniel Léveillé og  Louise Bédard. Árið 2003 hluaut hún Gemini verðlaunin fyrir frammistöðu sína í Cirque Orchestra eftir Cirque Éloize. Árið 2004 tók Lucie þátt í 20 ára afmælisferð á vegum danshöfundarins Jean-Pierre Perreault. Á árunum 2009-2014 var hún lausráðinn dansari við Compagnie Marie Chouindard. 

Ásamt því að dansa hefur Lucie fengist við kennslu um árabil hjá dansdeildinni í Montmorency College. Hún hefur starfað sem danshöfundur og æfingaleiksjóri í ýmsum verkefnum. Hún vann með Oriol Tomas að uppfærslunni á Menotti óperunni Consul, d´Aléa Canto, Solitueds og La Périchole.  Árið 2013 var hún aðstoðardanshöfundur hjá Robert Lepage í uppfærslu á La damnation de Faust í Quebec.  Árið 2014 tók hún þátt í að skapa Babel Remix á Festival Montréal Complement Cirque ásamt Anthony Venisse og Manuel Roque, en í sýningunni tóku þátt 40 dansarar, akróbatar og tónlistarmenn. Ári seinna samndi hún dansa við Duels í leikstjórn Anthony Venisse. Verkefni hjá ÍÓ