Lára Stefánsdóttir

Lára Stefánsdóttir

Lára lauk meistarnámi í kóreógrafíu við Middlesex University, London vorið 2006 og hefur kennt við Listdansskóla Íslands síðan 2007. Hún var listrænn stjórnandi Íslenska dansflokksins 2012-2014. Hún hefur verið atvinnudansari síðan 1980 og var fastráðinn við Íslenska dansflokkinn frá 1982-2004. Þar dansaði Lára fjölmörg burðarhlutverk með flokknum. Lára hefur lengi unnið sem danshöfundur og samið fjölda dansverka, m.a. fyrir Íslenska dansflokkinn, Listdansskóla Íslands, Pars Pro Toto dans-leikhús, og séð um dans/sviðshreyfingar við helstu leikhús landsins. Af dansverkum Láru má má nefna Hræringar (1997), Langbrók (1999), Elsa (2000), Jói (2001) Da (2001) og Frosti (2003) samið í tilefni af 30 ára afmæli Íslenska dansflokksins. Síðustu verk Láru eru Luna (2004), Von (2005), Áróra Borealis (2005), G.duo (2007), Svanurinn (2008) og Systur (2008). Mörg verkanna hafa verið sýnd víða um Evrópu og í Japan og S-Afríku. Lára hefur unnið til fleiri viðurkenninga og verðlauna fyrir verk sín. Árið 1998 fékk hún fyrstu verðlaun í Danshöfundasamkeppni Íd fyrir verkið Minha Maria Bonita, í júní 2001 hlaut verk hennar, Elsa, fyrstu verðlaun í alþjóðlegri danshöfundasamkeppni í Helsinki í Finnlandi og í mars 2002 hlaut dansverkið Jói einnig fyrstu verðlaun í sólódansleikhúskeppni í Stuttgart í Þýskalandi. Dansverkið Lúna, hlaut Grímuverðlaunin 2004. Fleiri verk Láru hafa fengið tilnefningar til Grímunnar. Lára hefur einnig rekið Pilates stúdíó í Tóney en hún varð vottaður Pilates leiðbeinandi frá “The Pilates studio” í Haag, Hollandi árið 2003. 

Listræn stjórnun

  • Carmen (2013)
    Danshöfundur