John Ramster

leikstjóri

John Ramster

John Ramster starfar sem leikstjóri, rithöfundur og kennari. Hann er fæddur í East Anglia, nam sagnfræði við háskólann í Cambridge og hóf feril sinn sem aðstoðarmaður Clare Venables heitinnar og starfaði um átta ára skeið við Glyndebourne hátíðina. Hann hefur kennt við Royal Academy of Music í London um níu ára skeið og er heiðursfélagi við tónlistarháskólann. Þar hefur hann leikstýrt fjölmörgum óperuuppfærslum, m.a.    Die Dreigroschenoper, Curlew River, La finta giardiniera, Hänsel und Gretel, The Rape of Lucretia, School for Fathers, Rinaldo, The Choice of Hercules, La Calisto.

Nýlegar uppfærslur leikstjórans eru: Messiah hjá The Merry Opera Company, Die drei Pintos og Machbeth hjá University College Opera, Lucia di Lammermoor hjá Belgrad National Opera - en sú uppfærsla fékk Belgrade National Theater verðlaunin fyrir listfengi. Rigoletto á Iford hátíðinni, Hans og Gréta og Brúðkaup Fígarós hjá Opera Theater Company á Írlandi, Ástardrykkurnn og Don Giovanni hjá Opera Faber í Portúgal og á Spáni. Að auki hefur hann nýlega leikstýrt Ariodante hjá Cambridge Handel Opera Group og Il pastor fido á London Handel hátíðinni.

Kennsluferillinn er fjölbreyttur - m.a hjá Royal Academy og hjá Jette Parker Young Artist Programme í Covent Garden. Auk þess hefur hann kennt við Tónlistaráskólann í Birmingham, í Skotlandi ofl. 


Verkefni hjá ÍÓ