John Ramster

leikstjóri

John Ramster

John Ramster er  leikstjóri, kennari og rithöfundur og hefur starfað jafnhliða á óperusviðinu sem og skáldsagnasviðinu.  Hann er fæddur í East Anglia, nam sagnfræði við Fitzwilliam College í Cambridge þar sem hann nam sagnfræði. Hann hóf feril sinn sem aðstoðarmaður Clare Venables heitinnar og starfaði um átta ára skeið við Glyndebourne hátíðina. Þar vann hann að fjölmörgum uppfærslum og má þar nefna hina rómuðu uppfærslu Peter Sellars Theodora.

Nýlegar uppfærslur leikstjórans eru:  Der fliegende Holländer, Carmen (Bergen National Opera), Le nozze di Figaro, The Pirates of Penzance, Verdi Requiem (Merry Opera Company), The Paper Bag Princess (Bergen National Opera), Radamisto (Guildhall) Agrippina (Royal Conservatoire of Scotland),  Theodora (Royal Northern College of Music); að auki, Le nozze di Figaro, Die Zauberflöte (Turku Festival, Finland), Lucia di Lammermoor (Belgrade National Opera - verðlaun sem besti leikstjóri ), Don Giovanni, L'elisir d'amore (Opera Faber í Portugal), Il pastor fido (London Handel Festival/RCM), Ariodante (Cambridge Handel Opera Group); verk hans Kiss me, Figaro! (MOC) var tilnefnd til verðlauna á  Off-West-End. Sviðsetning hans á  Messiah  hlotið lofsamlegar viðtökur. 

Hann hefur kennt við Royal Academy of Music í London um níu ára skeið og er heiðursfélagi við tónlistarháskólann. Þar hefur hann leikstýrt fjölmörgum óperuuppfærslum, m.a.   Die Dreigroschenoper, Curlew River, La finta giardiniera, Hänsel und Gretel, The Rape of Lucretia, School for Fathers, Rinaldo, The Choice of Hercules, La Calisto.

Kennsluferillinn er fjölbreyttur og spannar nær 25 ár. Hann hóf að kenna hjá Guildhall School of Music and Drama í London þar sem hann kennir enn og leikstýrir auk þess sem hann er aðstoðardeildarstjóri söngdeildarinnar. Hann hefur einnig átt farsælan kennsluferil víðar - m.a hjá Royal Academy og hjá Jette Parker Young Artist Programme í Covent Garden. Auk þess hefur hann kennt við Tónlistarháskólann í Birmingham, í Skotlandi ofl. Hann hefur sett upp yfir tuttugu óperuuppfærslur hjá Royal Academy Opera og má þar nefna Evgeni Onegin, L'incoronazione di Poppea, The Lighthouse, The Rake's Progress, Dove's Mansfield Park and Die Dreigroschenoper.  John hefur komið að óperuþáttagerð hjá Radio 3 og er auk þess gagnrýnandi hjá Early Music tímaritinu. 

Fyrsta skáldsaga John´s, Ladies´Man hefur verið þýdd á sjö tungumál. Hann vinnur nú að bók um leiktúlkun óperusöngvara, auk sögulegrar glæpasögu sem gerist á tímum Handels í London og ber heitið Da Capo. 

Á næstunni mun John leikstýra Don Giovanni hjá Merry Opera, Evgeni Onegin hjá West Green óperunni auk þess sem hann heldur áfram að kenna og leikstýra hjá Guildhall School of Music and Drama. 


Verkefni hjá ÍÓ